Fréttir

 • Heiðarbær er góður valkostur þegar kemur að því að velja stað fyrir fundi eða veislur. Hægt er að velja um sal sem tekur allt að 50 manns eða sal sem tekur 100 til 150 manns
   
  meira
 • Veitingasalan verður opin 20. des kl 18-21
  meira
 • Sunnudaginn 08.nóvember 2015 verður opin veitingasalan í Heiðarbæ kl: 18: - 21:00
  meira

Heišarbęr

Heiðarbær í Reykjahverfi er vel staðsettur fyrir þá sem skoða vilja austurhluta norðurlandsins. Njóta dvalar í góðu veðri og slappa af í rólegu umhverfi. Frá Heiðarbæ er stutt til flestra vinsælustu áningastaða ferðamanna á svæðinu eins og Mývatn, Goðafoss, Ásbyrgi, Jökulsárgljúfur og Laxá í Aðaldal. Heiðarbær er staðsettur á milli Húsavíkur og Mývatns við þjóðveg nr. 87 í 20 km fjarlægð frá Húsavík og 35 km frá Mývatni. Frá Húsavík eru á sumrin daglega hvalaskoðunarferðir, þar eru einnig söfn og áhugaverðir skoðunarstaðir. Í nágrenni Heiðarbæjar eru ferðaþjónustufyrirtæki sem bjóða upp á fjölbreytta afþreyingu. Meðal annars er boðið upp á jeppaferðir, skoðunarferðir og margt fleira, allan ársins hring. Í innan við 15 km fjarlægð eru aðilar  sem bjóða upp á hestaferðir við allra hæfi. Stutt er að Laxárvirkjun og Grenjaðarstað. þá er innan við 500 metrar í einn frægasta hver á Íslandi "Ystihver" í landi Hveravalla. 

 
Smartmedia