Tjaldsvæðið í Heiðarbæ er staðsett við Heiðarbæ norðan og vestan við sundlaugina. Svæðið er veðursælt og tjaldsvæðið á flötu svæði sem skiptist í tvennt. annars vegar skjólreitur vestan við Heiðarbæ og hins vegar stærra og flatara svæði norðan við. Á tjaldsvæðinu er lítið uppþvottahús með heitu og köldu vatni en snyrtingar eru í Heiðarbæ. Þar er opið á snyrtingar allan sólarhringinn. Góð aðstaða er fyrir húsbíla svo sem raftenglar og skólplosun.
Gjaldskrá tjaldsvæðis 2018
Tjald/húsbíll 1.250 kr. pr. mann
Fjölskyldugjald. Tveir fullorðnir og allt að fjögur börn yngri en 16 ára 2.500 kr pr. dag
Rafmagn fyrir húsbíl 700 kr. á dag
Gistináttarskattur 333 kr. pr tjald/húsbíl
Fastur opnunartími er 1. júní til 20. september ár hvert.
Sparkvöllur, minigolf og leiksvæði eru fast við tjaldsvæðið. Sundlaug og heitur pottur ásamt veitingasölu er í Heiðarbæ.